Líftæknifyrirtækið Alvotech gaf nýverið út skuldabréf fyrir USD 300m eða jafnvirði ríflega 36 milljarða króna. Eigendur skuldabréfanna munu jafnframt geta breytt bréfunum í hlutabréf samhliða skráningu Alvotech á hlutabréfamarkað. CSLA sá um útgáfu bréfsins og alþjóðlegi fjárfestingarbankinn Morgan Stanley var lykilfjárfestir. Arctica Finance var ráðgjafi Alvotech.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Alvotech: http://www.alvotech.com/newsroom/read/alvotech-completes-us-300m-financing-deal