Auglýsing - Föstudaginn 16. október 2020, kl. 14:00Í tengslum við hlutafjárútboð í Reitum fasteignafélagi hf.Reitir fasteignafélag býður til opins kynningarfundar á föstudaginn 16. október 2020 kl. 14:00 í tengslum við forgangsréttar- og almennt útboð á nýjum hlutum í félaginu sem fer fram dagana 20. og 21. október og fyrirhugaðrar töku hinna nýju hluta til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands. Hægt verður að fylgjast með fundinum í gegnum vefstreymi sem nálgast má á vef Reita, www.reitir.is/hlutafjarutbod/kynningarfundur . Upptaka af fundinum verður ekki aðgengileg eftir að honum lýkur.
Um útboðið
Hlutafjárhækkunin mun fara fram á grundvelli almenns hlutafjárútboðs til að safna áskriftum að hinum nýju hlutum þar sem hluthafar Reita njóta forgangs að hinum nýju hlutum, en að forgangsrétti frágengnum verða hinir nýju hlutir boðnir almennum fjárfestum í almennu útboði sem fram fer samhliða forgangsréttarútboðinu.
Minnt er á að fjárfesting í hlutabréfum felur í sér áhættu og að áskrift í útboðinu er skuldbindandi. Áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu í hlutum í Reitum fasteignafélagi eru fjárfestar hvattir til að kynna sér allar upplýsingar um Reiti fasteignafélag og útboðið á vef Reita, www.reitir.is/hlutafjarutbod .
Arctica Finance hefur umsjón með útboðinu.
Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance
Sími: 513-3300
reitir@arctica.is