Um Arctica

Starfsmenn

Eignastýring 

Friðrik Magnússon
Forstöðumaður
Friðrik Magnússon er forstöðumaður Eignastýringar. Friðrik er viðskiptafræðingur af fjármálasviði Háskóla Íslands (1994), með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík (2010) og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hann hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1994 við eignastýringu og einkabankaþjónustu. Hann hefur verið framvæmdastjóri Verðbréfasjóða Íslandsbanka, deildarstjóri og sjóðstjóri í Eignastýringu Íslandsbanka, sérfræðingur í Einkabankaþjónustu Íslandsbanka og Glitnis banka og nú síðast sem sérfræðingur í eignastýringu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Snorri G. Steinsson
Snorri er viðskiptafræðingur af fjármálasviði Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hann stundar samhliða vinnu Meistaranám í fjármálum fyrirtækja við Háskóla Íslands. Snorri hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2000 fyrst sem sérfræðingur í verðbréfaráðgjöf hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum og sem viðskiptastjóri í Einkabankaþjónustu Landsbanka Íslands.

 

Fyrirtækjaráðgjöf

Einar Örn Hannesson
Einar Örn Hannesson er sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf. Áður starfaði Einar hjá Marakon í London til ársins 2016 þar sem hann vann að stefnumótun og rekstarráðgjöf með stjórnum og stjórnendum fyrirtækja á fjármála-, orku- og neytendamarkaði. Þar áður vann Einar í Landsbankanum við endurskipulagningu fyrirtækja. Einar er með M.Sc. gráðu í fjármálum frá London Business School með áherslu á fjármál fyrirtækja og B.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði frá Haskólanum í Reykjavík.
Ellert Guðjónsson
Ellert Guðjónsson hóf störf í Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance í nóvember 2015, en hann hefur starfað í fjármálageiranum frá árinu 2004. Áður starfaði Ellert í fyrirtækjaráðgjöf H.F. Verðbréfa og þar áður starfaði hann m.a. sem ráðgjafi hjá Deloitte á Íslandi og í Kaupmannahöfn, hjá Kaupþingi og síðar Arion banka hf. við greiningu og fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja, auk þess að hafa starfað sem sérfræðingur hjá slitastjórn LBI hf. (áður Landsbanka Íslands hf.). Ellert er með B.S. próf í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og lauk prófi í verðbréfaviðskiptum árið 2009.
Gunnar Jóhannesson
Gunnar er verkefnisstjóri og sérfræðingur og einn af stofnendum Arctica Finance. Gunnar hóf störf í Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans árið 2004, en áður starfaði hann sem rekstrarráðgjafi og meðeigandi hjá IMG og Deloitte. Gunnar hefur komið að fjölda verkefna í tengslum við kaup og sölu fyrirtækja. Hann hefur BSc gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands, MSc í rekstrarverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet, auk löggildingar í verðbréfamiðlun.
Indriði Sigurðsson
Indriði Sigurðsson hóf störf hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance árið 2015 eftir 16 ára atvinnumannaferill í knattspyrnu í Noregi og Belgíu. Hann er með B.S. próf í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun frá Høgskolen i Sørøst –Norge og stundar einnig MBA nám samhliða vinnu með áherslu á fjármál við Heriot-Watt University, Edinburgh Business School.
Jón Þór Sigurvinsson
Jón Þór er verkefnisstjóri og sérfræðingur og einn af stofnendum Arctica Finance. Jón Þór vann í Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans í tvö ár frá 2007-2008. Áður vann Jón Þór hjá fjárfestingafélaginu Straumborg, þar sem hann bar ábyrgð á fjárfestingum félagsins í orkugeiranum ásamt því að sjá um veltubók. Frá 2005-2007 sat Jón Þór í stjórn tveggja olíuleitarfyrirtækja. Frá 2004-2005 vann Jón Þór hjá Kjarnorkurannsóknarstofnun Frakklands, CEA. Jón Þór er með M.Sc. gráðu í orkuverkfræði frá Université Joseph Fourier í Frakklandi, B.Sc. gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands, auk löggildingar í verðbréfamiðlun.
Ólöf Pétursdóttir
Ólöf Pétursdóttir er sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf. Ólöf starfaði áður hjá H.F. Verðbréfum hf. í markaðsviðskiptum og síðar fyrirtækjaráðgjöf. Þar áður starfaði hún í fjárstýringu Sparisjóðabanka Íslands hf. sem forstöðumaður afleiðuborðs. Ólöf hefur B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. í fjárfestingastjórnun frá sama skóla og hefur að auki lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Stefán Þór Bjarnason
Stefán er framkvæmdastjóri og forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar og einn af stofnendum Arctica Finance. Stefán var forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans á Íslandi og vann hjá Landsbankanum á árunum 1999 fram til október 2008. Á þessum tíma leiddi Stefán eða tók þátt í flestum af helstu fyrirtækjaráðgjafarverkefnum bankans. Stefán lauk kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999, öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2001, og hefur lokið prófi sem löggiltur verðbréfamiðlari bæði á Íslandi og í Bretlandi.

 

Markaðsviðskipti 

Agnar Hansson
Forstöðumaður
Agnar Hansson er forstöðumaður Markaðsviðskipta. Agnar hefur víðtæka starfsreynslu af fjármálamarkaði frá árinu 1993. Var hann m.a. forstöðumaður rannsókna hjá Íslandsbanka, staðgengill framkvæmdastjóra markaðsviðskipta FBA, verkefnastjóri hjá Kaupþingi, framkvæmdarstjóri fjárstýringar Sparisjóðabankans og síðar bankastjóri Sparisjóðabankans. Áður en Agnar tók við starfi forstöðumanns Markaðsviðskipta hjá Arctica gegndi hann sambærilegu starfi hjá H.F. Verðbréfum. Einnig hefur Agnar verið lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og síðar deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Agnar hefur kandídatsgráðu í raunvísindum og hagfræði (Cand. Scient. Oceon.) frá Háskólanum í Árósum (Aarhus Universitet) auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Adrian Sabido hóf störf hjá Arctica Finance í nóvember 2015. Áður starfaði Adrian í markaðsviðskiptum hjá H.F. Verðbréfum og þar áður vann hann í fjárstýringu hjá Icebank. Adrian hefur starfað við fjármál frá því árið 2007. Adrian er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og vinnur nú, meðfram störfum sínum hjá Arctica Finance að M.Sc. gráðu í fjármálum við Háskólann í Reykjavík. Adrian hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Arnar Geir Sæmundsson hóf störf í markaðsviðskiptum Arctica Finance í nóvember 2015. Áður starfaði Arnar hjá H.F. Verðbréfum og þar áður hjá MP banka samhliða námi. Arnar er með B.Sc. gráðu í Fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur að auki lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Daði Kristjánsson hóf störf í markaðsviðskiptum Arctica Finance í nóvember 2015. Áður var Daði framkvæmdastjóri H.F. Verðbréfa, auk þess að veita markaðsviðskiptum félagsins forstöðu. Áður en Daði gekk til liðs við H.F. Verðbréf vann hann við gjaldeyris- og afleiðuviðskipti hjá Icebank. Daði hefur starfað við fjármál frá því árið 2007. Daði er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í fjármálahagfræði frá sama skóla, auk þess sem að Daði hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Guðlaugur Steinarr Gíslason
Guðlaugur Steinarr Gíslason er sérfræðingur í Markaðsviðskiptum. Guðlaugur hefur starfað í fjármálatengdum störfum frá árinu 2006 og starfaði áður við fjárstýringu hjá Brimi hf. frá árinu 2008. Einnig starfaði Guðlaugur í eignastýringu hjá Exista hf., auk þess sem hann tók þátt í kennslu á námskeiðinu Alþjóðafjármál við Háskólann í Reykjavík. Þá hefur Guðlaugur auk þess sinnt öðrum verkefnum við greiningu og verðmat fyrirtækja. Guðlaugur hefur lokið B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. í fjármálahagfræði við Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

 

Yfirstjórn

Stefán Þór Bjarnason
Framkvæmdastjóri
Stefán er framkvæmdastjóri og forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar og einn af stofnendum Arctica Finance. Stefán var forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans á Íslandi og vann hjá Landsbankanum á árunum 1999 fram til október 2008. Á þessum tíma leiddi Stefán eða tók þátt í flestum af helstu fyrirtækjaráðgjafarverkefnum bankans. Stefán lauk kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999, öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2001, og hefur lokið prófi sem löggiltur verðbréfamiðlari bæði á Íslandi og í Bretlandi.
Bjarni Þórður Bjarnason
Aðstoðarframkvæmdastjóri
Bjarni Þórður Bjarnason, aðstoðarframkvæmdastjóri, er einn af stofnendum Arctica Finance. Frá júní 2003 til október 2008 var Bjarni forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans. Fyrir þann tíma var Bjarni aðstoðarforstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Búnaðarbankans og þar áður í samskonar stöðu hjá Gildingu fjárfestingarsjóði. Bjarni var fyrir þetta einnig sérfræðingur hjá Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings. Á síðustu árum hefur Bjarni veitt mörgum íslenskum og erlendum fjárfestum ráðgjöf í kaupum og sölum á fyrirtækjum og rekstri auk þess að safna hlutafé. Bjarni er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Southern Methodist University í Bandaríkjunum.
Ólafur Þór Finsen
Lögfræðingur / Regluvörður
Ólafur er lögfræðingur og einn af stofnendum Arctica Finance. Ólafur hefur starfað í fjármálageiranum frá 1999 þegar hann hóf störf í Búnaðarbankanum, en hann starfaði hjá Landsbanka Íslands frá júní 2003. Á þessum tíma hefur Ólafur komið að mörgum af helstu íslensku verkefnum tengdum fyrirtækjaráðgjöf. Ólafur lauk kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og er með próf í verðbréfaviðskiptum frá árinu 2000.
Berglind Gretarsdóttir
Móttaka og skrifstofuhald
Berglind Gretarsdóttir er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá California State University Long Beach. Berglind hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1989, lengst af hjá Íslandsbanka sem deildarstjóri í rekstrardeild og rekstrarstjóri í reikningshaldi. Berglind starfaði hjá Saga Fjárfestingarbanka 2009 – 2011. Ennfremur hefur Berglind stundað nám í Iðnskólanum í Hafnarfirði á hönnunar- og listnámsbraut.