Upplýsingar

Meðferð kvartana og réttarúrræði

Arctica Finance leggur metnað í að veita viðskiptavinum sem bestu þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta. Hluti af þeirri þjónustu er að veita upplýsingar um það hvert viðskiptavinir eigi að snúa sér ef þeir telja sig hafa ástæðu til að kvarta yfir þjónustu félagsins.

Komi upp ágreiningur milli viðskiptavinar og Arctica getur viðskiptavinur sent Arctica kvörtun. Með kvartanir er farið samkvæmt almennum starfsreglum Arctica um meðferð kvartana. Kvörtun er hægt að bera fram með ýmsum hætti, s.s. með tölvupósti (kvortun hja arctica.is), bréfleiðis, með símtali eða á fundi.

Í almennum starfsreglum Arctica Finance er meðal annars tekið á meðferð kvartana viðskiptavina og segir í reglunum:

Telji viðskiptavinur Arctica sig ekki hafa fengið þá þjónustu eða telji hann að viðskipti hans við félagið hafi ekki verið í samræmi við eigin starfsreglur, brotið gegn lögum og reglum um verðbréfaviðskipti eða á annan hátt skaðað hagsmuni hans, skulu starfsmenn Arctica bjóðast til að ræða við viðkomandi viðskiptavin, en það skal þó ekki vera skilyrði fyrir móttöku kvörtun af hálfu viðskiptavinar. Viðskiptavini skal gerð grein fyrir að hann geti ávallt beint kvörtun sinni strax til framkvæmdastjóra félagsins eða regluvarðar. Þá skal viðskiptamanni bent á að kynna sér vel efni samninga og almennra skilmála sem umkvörtunarefni hans snýr að.

Arctica skal leitast við að afgreiða kvörtun viðskiptavinar innan fjögurra vikna og svara henni  skriflega og gera grein fyrir afstöðu sinni til kvörtunarinnar. Innan þess tíma kann félagið að hafa samband við viðskiptavin til þess að fá frekari upplýsingar um efni kvörtunarinnar, þ. á m. að boða verði til fundar með viðskiptavini vegna hennar.

Ef viðskiptavinur er ekki ánægður með úrlausn Arctica skal viðskiptavini bent á að hann getur beint kvörtun til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Skilyrði fyrir meðferð úrskurðanefndarinnar er að Arctica hafi hafnað kröfu viðskiptavinar eða að ekki hafi verið leyst úr erindi viðskiptavinar innan fjögurra vikna frá því að viðskiptamaður lagði málið fyrir félagið. Kvörtun má draga til baka á hvaða stigi sem er. Málið fellur niður ef Arctica og viðskiptavinur ná samkomulagi um lausn þess. Úrskurður nefndarinnar hindrar ekki umfjöllun dómstóla síðar. Hægt er að fá frekari upplýsingar um úrskurðarnefndina og málsmeðferðarreglur hennar á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is.


Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Viðskiptavinur getur skotið ágreiningi til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki:

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Suðurlandsbraut 32
108 Reykjavík
Sími: 520 3700
Netfang:  urskfjarm@fme.is

Fylla þarf út sérstakt málskotseyðublað og skila eða senda í pósti til skrifstofu Fjármálaeftirlitins til að óska eftir úrskurði nefndarinnar. Jafnframt má nálgast málsskotseyðublað á skrifstofu þess. Nánari upplýsingar um nefndina, málskotsgjald, hverjir geta leitað til nefndarinnar o.fl. er að finna á vef Fjármálaeftirlitsins.

Neytendaþjónusta Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið starfrækir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu fyrir viðskiptavini eftirlitsskyldra aðila. Sjá nánari upplýsingar um neytendaþjónustu á vef Fjármálaeftirlitsins.

Neytendastofa

Neytendastofa er stjórnvald á sviði neytendamála sem annast framkvæmd á ýmsum lögum á sviði neytendaverndar. Á heimasíðu Neytendastofu er m.a. unnt að nálgast upplýsingar um það í hvaða tilvikum og með hvaða hætti neytendur geta leitað til stofnunarinnar, telji þeir að réttur sé á þeim brotinn. Sjá nánar á vef Neytendastofu.

Dómstólar

Aðilar geta lagt ágreining fyrir dómstóla.

Tryggingasjóður

Vakin er athygli á Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta sem starfar skv. lögum nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Markmið laganna er að veita innstæðueigendum í viðskiptabönkum og sparisjóðum og viðskiptavinum fyrirtækja sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi fyrirtækis í samræmi við ákvæði laganna. Sjá nánar lögin og frekari upplýsingar um sjóðinn, útgreiðslur o.fl. á vef Tryggingarsjóðs.