Árangur í fjármálum
byggir á traustu samstarfi

Við sérhæfum okkur í fyrirtækjaráðgjöf
og markaðsviðskiptum

Fyrirtækjaráðgjöf

Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance veitir stórum sem smáum fyrirtækjum, stofnunum, samtökum, opinberum aðilum og einstaklingum margvíslega þjónustu tengda fjármálamörkuðum, bæði hérlendis og erlendis.

Markaðsviðskipti

Markaðsviðskipti Arctica Finance annast miðlun fjármálagerninga fyrir lífeyrissjóði, verðbréfasjóði og aðra fagfjárfesta, bæði hérlendis og erlendis.

11.9.2025
ORF Líftækni tryggir 5 milljón evra fjármögnun

ORF Líftækni hefur lokið 5 milljón evra hlutafjáraukningu þar sem nýir og núverandi hluthafar tóku þátt. Félagið framleiðir sérhæfð prótein í byggplöntu sem eru lykilþáttur í framleiðslu vistkjöts. Framleiðsla á vistkjöti hefur verið í örri þróun síðasta áratuginn og hefur ORF þróað vörulínuna MESOKINE, vaxtarþættir sem eru sérstaklega hannaðir fyrir vistkjötsframleiðendur. Vaxtarþættir ORF njóta trausts lykilaðila á vistkjötsmarkaðnum.

13.6.2025
Arctica Finance umsjónaraðili skuldabréfaútgáfu Kaldalóns hf.

Arctica Finance hf. hafði umsjón með sölu á nýjum skuldabréfaflokki útgefnum af Kaldalóni hf; KALD 201228. Kaldalón hf. seldi 1.500 milljónir króna að nafnverði á 8,35% ávöxtunarkröfu.

4.6.2025
Arctica Finance ráðgjafi lífeyrissjóðanna vegna uppgjörs HFF-bréfa

Tillögur ÍL-sjóðs um breytingu á skilmálum HFF bréfa voru samþykktar af skuldabréfafundum þann 10. apríl síðastliðinn og skilyrði til uppgjörs samþykkt af Alþingi 3. júní. Arctica Finance hefur unnið að verkefninu frá því í október 2022, þegar fjármála- og efnahagsráðuneytið gaf út skýrslu um stöðu ÍL-sjóðs. Síðastliðið ár hefur Arctica Finance verið hluti af viðræðunefnd sem mótaði tillögur sem kynntar voru í mars 2025.