Markaðsviðskipti Arctica Finance hafa milligöngu um viðskipti með innlenda og erlenda fjármálagerninga, hvort sem það eru skráðir eða óskráðir fjármálagerningar.
Markaðsviðskipti Arctica Finance er óháð og hlutlaus. Arctica Finance hefur ekki með höndum útlánastarfssemi og sérfræðingar markaðsviðskipta eru því óháðir í greiningu, mati og vali á fjárfestingum og fjármögnunarkostum sem skilar sér í faglegri þjónustu viðskiptavinum til hagsbóta.
Arctica Finance veitir viðskiptavinum sínum alla nauðsynlega þjónustu við kaup og sölu verðbréfa, þ.á.m.:
Starfsfólk Arctica Finance hefur áralanga reynslu af umsjón með hvers kyns útboðum skulda- og hlutabréfa. Arctica Finance þjónustar fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir við að afla sér fjármagns með lokuðum skulda- og hlutabréfaútboðum. Þjónusta af þessu tagi felst meðal annars í eftirfarandi atriðum:
Rík áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu og þjónustu við endurskipulagningu og fjármögnun fyrirtækja með það fyrir augum að finna markaðstengdar lausnir og þannig auka vídd mögulegra úrlausna til hagsbóta fyrir bæði fjárfesta og fyrirtæki.
Starfsfólk markaðsviðskipta Arctica Finance hefur víðtæka og áralanga reynslu af miðlun innlendra og erlendra verðbréfa. Þú getur alltaf leitað til starfsfólks markaðsviðskipta þegar þig vantar aðstoð eða ráðgjöf.