Corporate Finance

Arctica Finance's Corporate Finance department provides various services related to financial markets to small and medium sized enterprises, large cap enterprises, institutions, public entities and individuals, both domestically and internationally.

Þjónusta fyrirtækjaráðgjafar felst einkum í því að veita aðstoð og ráðgjöf á eftirtöldum sviðum:

  • Kaup og sala fyrirtækja
  • Samrunar og yfirtökur og aðrar eignarhaldstengdar breytingar
  • Nýskráningar og afskráningar fjármálagerninga
  • Fjármögnun og útboð fjármálagerninga
  • Fjárhagsleg endurskipulagning
  • Stefnumótun eignarhalds og reksturs

Arctica Finance's Corporate Finance is independent and impartial. Arctica Finance does not engage in lending activities and Corporate Finance's experts are therefore independent in their analysis, evaluation and selection of investments or financing options, which results in professional service for the benefit of clients.

Kaup og sala fyrirtækja
Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance veitir ráðgjöf við kaup og sölu fyrirtækja eða rekstrareininga. Þjónustan er gjarnan verkstjórn á slíku ferli, greining tækifæra, virðismat, greining virðisaukandi þátta, ráðgjöf um aðferðafræði, umsjón með samningaviðræðum, fjármögnun og lúkning viðskipta.

Þegar leitað er að fyrirtækjum eða rekstrareiningum til kaups, felst þjónusta Arctica Finance m.a. í að velja álitleg félög, kanna hvort viðkomandi félög séu til sölu og veita ráðgjöf við kaup og fjármögnun þeirra.

Arctica Finance veitir margvíslega ráðgjöf er kemur að sölu á fyrirtækjum eða rekstrareiningum. Starfað er í nánu samstarfi við seljanda við að þróa söluáætlun, finna rétta kaupandann og fá hagstæðustu kjörin. Skilningur er á því að hver seljandi hefur sínar hugmyndir og markmið við sölu og er veitt aðstoð og ráðgjöf við að ná þeim markmiðum.
Samrunar, yfirtökur og aðrar eignarhaldstengdar breytingar
Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance veitir aðstoð og ráðgjöf við mótun samruna- og yfirtökuáætlana, verkstýrir slíku ferli og annast þá m.a. greiningu tækifæra, virðismat, greiningu virðisaukandi þátta, ráðgjöf varðandi aðferðafræði, umsjón með samningaviðræðum og lúkningu viðskipta. Fyrirtækjaráðgjöf hefur umsjón með framkvæmd yfirtökutilboða í hlutabréf skráðra fyrirtækja, innlausna og afskráninga hlutabréfa í kauphöll og veitir aðstoð við skuldsettar yfirtökur.
Nýskráningar og afskráningar fjármálagerninga
Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance veitir aðstoð og ráðgjöf við mótun samruna- og yfirtökuáætlana, verkstýrir slíku ferli og annast þá m.a. greiningu tækifæra, virðismat, greiningu virðisaukandi þátta, ráðgjöf varðandi aðferðafræði, umsjón með samningaviðræðum og lúkningu viðskipta. Fyrirtækjaráðgjöf hefur einnig umsjón með framkvæmd yfirtökutilboða í hlutabréf skráðra fyrirtækja, innlausna og afskráninga hlutabréfa í kauphöll og veitir aðstoð við skuldsettar yfirtökur.

Arctica Finance er viðurkenndur ráðgjafi (e. Certified Adviser) og hefur heimild til þess að hafa milligöngu um skráningu á First North markaðnum. First North markaðurinn er sniðinn að þörfum vaxtarfyrirtækja sem eru að taka sín fyrstu skref á verðbréfamarkaði.
Fjármögnun og útboð fjármálagerninga
Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance greinir hvers konar fjármögnunarkostir henta viðskiptavinum best. Mikil verðmæti geta falist í því að fyrirtæki sé rétt fjármagnað út frá áhættu, tímalengd og skilmálum fjármögnunarinnar. Þjónusta í tengslum við fjármögnun felst m.a. í greiningu á núverandi fjármagnsskipan og tillögum að kjörfjármagnsskipan, gerð kynninga fyrir vænta lántakendur, greiningu á fjármögnunartilboðum frá lánveitendum, aðstoð við samningaviðræður, ráðgjöf við hugsanlega hlutafjáraukningu og í tengslum við fjármögnun skuldsettrar yfirtöku. Öflun fjármagns getur farið fram með almennum og lokuðum útboðum verðbréfa.

Þjónusta af þessu tagi felst meðal annars í:
  • Að greina stöðu útgefanda
  • Að veita ráðgjöf um fjármögnun
  • Að eiga samskipti við fjárfesta
  • Að annast gerð kynninga
  • Að hafa umsjón með gerð lýsinga
  • Að hafa umsjón með skráningu verðbréfa í kauphöll
  • Að hafa umsjón með útgáfu verðbréfa í verðbréfamiðstöð (rafræn útgáfa)
  • Að veita ráðgjöf um og hafa umsjón með lokaðri sölu/útboði verðbréfa
Fjárhagsleg endurskipulagning

Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance veitir fyrirtækjum hagnýta ráðgjöf um fjárhagslega endurskipulagningu. Þjónustan getur falist í:
  • Að veita ráðgjöf um fjárhagslega uppbyggingu
  • Að koma með tillögur um hugsanlegar leiðir til endurfjármögnunar
  • Að meta rekstraráætlanir ásamt því að meta áætlaða fjárfestingarþörf, með tilliti til möguleika á að greiða afborganir og vexti vaxtaberandi skulda, aðrar skuldbindingar og arð til hluthafa
  • Að setja fram tillögur varðandi breytingar á fjármagnsskipan, t.d. varðandi breytta skilmála skulda, umbreytingu skulda í hlutafé eða útgáfu nýrra hluta. Markmið slíkra tillagna er jafnan að samræma endurgreiðsluferil lána væntu fjárstreymi frá rekstri
  • Að útbúa kynningargögn fyrir lánveitendur og/eða fjárfesta
  • Að annast viðræður við kröfuhafa sem og mögulega nýja lánveitendur og/eða fjárfesta
  • Að aðstoða við gerð tilboða, endanlegra samninga og annarra löggerninga
Stefnumótun eignarhalds og reksturs
Hluthafar og lánveitendur íhuga stöðugt valkosti sína varðandi að hámarka verðmæti eigna sinna. Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance býður upp á greiningu á tiltækum valkostum hvað varðar hámörkun verðmæta. Hagsmunaaðilar vilja til dæmis átta sig á hvenær sé hentugur tími til að losa eignarhald, hvort og hvenær fyrirtæki ættu að selja einstakar rekstrareiningar eða hvort þau ættu þvert á móti að stækka rekstrareiningar með yfirtökum.

Þjónusta fyrirtækjaráðgjafar

Kaup og sala fyrirtækja

Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance veitir ráðgjöf við kaup og sölu fyrirtækja eða rekstrareininga. Þjónustan er gjarnan verkstjórn á slíku ferli, greining tækifæra, virðismat, greining virðisaukandi þátta, ráðgjöf um aðferðafræði, umsjón með samningaviðræðum, fjármögnun og lúkning viðskipta.

Þegar leitað er að fyrirtækjum eða rekstrareiningum til kaups, felst þjónusta Arctica Finance m.a. í að velja álitleg félög, kanna hvort viðkomandi félög séu til sölu og veita ráðgjöf við kaup og fjármögnun þeirra.

Arctica Finance veitir margvíslega ráðgjöf er kemur að sölu á fyrirtækjum eða rekstrareiningum. Starfað er í nánu samstarfi við seljanda við að þróa söluáætlun, finna rétta kaupandann og fá hagstæðustu kjörin. Skilningur er á því að hver seljandi hefur sínar hugmyndir og markmið við sölu og er veitt aðstoð og ráðgjöf við að ná þeim markmiðum.

Samrunar og yfirtökur og aðrar eignarhaldstengdar breytingar

Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance veitir aðstoð og ráðgjöf við mótun samruna- og yfirtökuáætlana, verkstýrir slíku ferli og annast þá m.a. greiningu tækifæra, virðismat, greiningu virðisaukandi þátta, ráðgjöf varðandi aðferðafræði, umsjón með samningaviðræðum og lúkningu viðskipta. Fyrirtækjaráðgjöf hefur umsjón með framkvæmd yfirtökutilboða í hlutabréf skráðra fyrirtækja, innlausna og afskráninga hlutabréfa í kauphöll og veitir aðstoð við skuldsettar yfirtökur.

Nýskráningar og afskráningar fjármálagerninga

Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance hefur umsjón með og veitir margvíslega ráðgjöf er kemur að skráningu og afskráningu verðbréfa í kauphöll, hvort heldur sem um er að ræða frumskráningu fyrirtækja, hlutafjárhækkun skráðra fyrirtækja, skráningu skuldabréfaflokka eða skráningu annarra verðbréfa. Fyrirtækjaráðgjöf hefur umsjón með skráningarferlinu, veitir fyrirtækjum og seljendum ráðgjöf við undirbúning skráningar, umsjón með gerð nauðsynlegra áreiðanleikakannana, umsjón með samskiptum við kauphöll og fjármálaeftirlit, umsjón með gerð lýsinga og fjárfestakynninga. Fyrirtækjaráðgjöf hefur jafnframt umsjón með rafrænni útgáfu verðbréfa í kerfum verðbréfamiðstöðva, s.s. Nasdaq CSD.

Arctica Finance er viðurkenndur ráðgjafi (e. Certified Adviser) og hefur heimild til þess að hafa milligöngu um skráningu á First North markaðnum. First North markaðurinn er sniðinn að þörfum vaxtarfyrirtækja sem eru að taka sín fyrstu skref á verðbréfamarkaði.

Fjármögnun og útboð fjármálagerninga

Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance greinir hvers konar fjármögnunarkostir henta viðskiptavinum best. Mikil verðmæti geta falist í því að fyrirtæki sé rétt fjármagnað, út frá áhættu, tímalengd og skilmálum fjármögnunarinnar. Þjónusta í tengslum við fjármögnun felst m.a. í greiningu á núverandi fjármagnsskipan og tillögur að kjörfjármagnsskipan, gerð kynninga fyrir vænta lántakendur, greiningar á fjármögnunartilboðum frá lánveitendum, aðstoð við samningaviðræður, ráðgjöf við hugsanlega hlutafjáraukningu og í tengslum við fjármögnun skuldsettrar yfirtöku.

Öflun fjármagns getur farið fram með almennum og lokuðum útboðum verðbréfa. Þjónusta af þessu tagi felst meðal annars í:

  • Að greina stöðu útgefanda
  • Að veita ráðgjöf um fjármögnun
  • Að eiga samskipti við fjárfesta
  • Að annast gerð kynninga
  • Að hafa umsjón með gerð lýsinga
  • Að hafa umsjón með skráningu verðbréfa í kauphöll
  • Að hafa umsjón með útgáfu verðbréfa í verðbréfamiðstöð (rafræn útgáfa)
  • Að veita ráðgjöf um og hafa umsjón með lokaðri sölu/útboði verðbréfa

Fjárhagsleg endurskipulagning

Stefnumótun eignarhalds og reksturs

Starfsfólk á sviði fyrirtækjaráðgjafar

Starfsfólk fyrirtækjaráðgjafar Arctica Finance hefur víðtæka og áralanga reynslu af ráðgjöf af því tagi er félagið býður upp á bæði hérlendis og erlendis og hafa komið að mörgum af stærstum viðskiptum sem átt hafa sér stað á Íslandi síðustu ár. Þú getur alltaf leitað til starfsfólks fyrirtækjaráðgjafar þegar þig vantar aðstoð eða ráðgjöf.

JonThorSigurvinsson

Jón Þór Sigurvinsson

Forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar

Jón Þór er forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar og einn af stofnendum Arctica Finance. Jón Þór starfaði hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans í tvö ár frá 2007 til 2008. Áður starfaði Jón Þór hjá fjárfestingafélaginu Straumborg, þar sem hann bar ábyrgð á fjárfestingum félagsins í orkugeiranum ásamt því að sjá um veltubók. Á árunum 2005 til 2007 sat Jón Þór í stjórn tveggja olíuleitarfyrirtækja. Frá 2004 til 2005 starfaði Jón Þór hjá CEA, Kjarnorkurannsóknarstofnun Frakklands.

Jón Þór er með MSc-gráðu í orkuverkfræði frá Université Joseph Fourier í Frakklandi, BSc-gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, BSc-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og hefur hann jafnframt öðlast verðbréfaréttindi.
AndriIngason

Andri Ingason

Sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf

Andri Ingason er sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance. Hann hóf störf hjá Arctica Finance árið 2018 og hefur síðan þá tekið þátt í mörgum af stærstu verkefnum fyrirtækjaráðgjafar, þar á meðal skráningum á markað, kaupum eða sölu fyrirtækja og fjármögnun þeirra. Áður en Andri gekk til liðs við Arctica Finance starfaði hann á Einstaklingssviði Landsbankans.

Andri lauk BSc-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2018, BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2021 og hefur hann jafnframt öðlast verðbréfaréttindi.
BirtaMariaBirnisdottir

Birta María Birnisdóttir

Sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf

Birta María Birnisdóttir er sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance. Hún hóf störf hjá Arctica Finance árið 2023 eftir að hafa lokið starfsnámi á sama sviði hjá Arctica Finance samhliða námi. Áður en Birta hóf störf hjá Arctica Finance starfaði hún hjá Sjóvá.

Birta María lauk BSc-gráðu í hagfræði með áherslu á fjármál frá Háskólanum í Reykjavík árið 2023 og hefur hún jafnframt öðlast verðbréfaréttindi.
DagurAndrason

Dagur Andrason

Sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf

Dagur Andrason er sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance. Dagur hóf störf hjá Arctica Finance árið 2023. Áður starfaði Dagur á útlánasviði Arion Banka samhliða námi og þar áður hjá hugmyndahúsinu Grósku þar sem hann sinnti hinum ýmsu verkefnum tengdum rekstri og fjármögnun.

Dagur lauk BSc-gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2023 og hefur hann jafnframt öðlast verðbréfaréttindi.
GretarBrynjolfsson

Grétar Brynjólfsson

Sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf

Grétar Brynjólfsson er sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance. Grétar hóf störf hjá Arctica Finance árið 2018, áður starfaði hann hjá fyrirtækjaráðgjöf GAMMA Capital Management og þar áður hjá fyrirtækjasviði PwC.

Grétar er með MSc-gráðu í fjármálum frá Háskólanum í Lundi, BSc-gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur hann jafnframt öðlast verðbréfaréttindi.
GunnarJohannesson

Gunnar Jóhannesson

Verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf

Gunnar er verkefnisstjóri í fyrirtækjaráðgjöf og einn af stofnendum Arctica Finance. Gunnar hóf störf í Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans árið 2004, en áður starfaði hann sem rekstrarráðgjafi og meðeigandi hjá IMG og Deloitte. Gunnar hefur komið að fjölda verkefna í tengslum við kaup og sölu fyrirtækja.

Gunnar er með MSc-gráðu í rekstrarverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet, BSc-gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur hann jafnframt öðlast verðbréfaréttindi.
HildurSveinsbjornsdottir

Hildur Sveinbjörnsdóttir

Sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf

Hildur Sveinbjörnsdóttir er sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance. Hún hóf störf hjá Arctica Finance árið 2022 og hefur síðan þá tekið þátt í meðal annars fjármögnunum fyrirtækja ásamt kaupum og sölu fyrirtækja. Áður en Hildur gekk til liðs við Arctica Finance starfaði hún á ráðgjafasviði Ernst & Young þar sem hún sinnti meðal annars fjárhagslegum áreiðanleikakönnunum.

Hildur er með M.Fin gráðu frá Háskóla Íslands, BSc-gráðu í hagfræði frá sama skóla.
IndridiSigurdsson

Indriði Sigurðsson

Sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf

Indriði Sigurðsson er sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance. Indriði hóf störf hjá Arctica Finance árið 2015 eftir 16 ára atvinnumannaferill í knattspyrnu í Noregi og Belgíu.

Indriði er með BSc-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun frá Høgskolen i Sørøst –Norge og stundar einnig MBA nám samhliða vinnu með áherslu á fjármál við Heriot-Watt University, Edinburgh Business School. Þá hefur hann jafnframt öðlast verðbréfaréttindi.
RutKristjansdottir

Rut Kristjánsdóttir

Sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf

Rut Kristjánsdóttir er sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance. Rut hóf störf hjá Arctica Finance árið 2021, en hún hefur starfað í fjármálageiranum frá árinu 2017. Rut starfaði í eignastýringu fagfjárfesta hjá Arion banka árin 2019-2021 þar sem hún kom m.a. að mótun ábyrgra fjárfestinga innan eignastýringar Arion banka. Þar áður starfaði Rut í fjármálaráðgjöf Deloitte árin 2017-2019 þar sem hún vann m.a. að áreiðanleika­könnun á mörgum af stærstu félögum á íslenskum markaði.

Rut er með BSc-gráðu í viðskiptafræði úr Háskólanum í Reykjavík og hefur hún jafnframt öðlast verðbréfaréttindi.
ThorbergurGudjonsson

Þórbergur Guðjónsson

Sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf

Þórbergur Guðjónsson hóf störf hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance í ágúst 2023. Áður hafði Þórbergur starfað hjá fyrirtækjaráðgjöf Arion banka og Kaupþings banka í 16 ár, eða frá árinu 2007. Þar kom Þórbergur að flestum skráningum á markað á vegum bankans auk annarra verkefna sem snúa að kaupum eða sölu fyrirtækja sem og fjármögnun þeirra. Á árunum 2003-2006 starfaði Þórbergur hjá Sparisjóði Mýrasýslu við ýmis verkefni er sneru s.s. að lánamálum og fjármögnun.

Þórbergur er með M.Sc. gráðu í fjármálum og fjárfestingum frá University of Edinburgh, B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Viðskipta­háskólanum á Bifröst. Jafnframt hefur Þórbergur lokið CFA-prófi sem og öðlast verðbréfaréttindi.