9.5.2025

Thor Landeldi lýkur 4 milljarða króna hlutafjáraukningu í lokuðu útboði

Landeldisfyrirtækið Thor Landeldi, sem sérhæfir sig í landeldi á laxi, hefur lokið við hlutafjáraukningu að upphæð 4 milljarða króna í lokuðu útboði. Hlutafjáraukningin var leidd af IS Haf fjárfestingum og fjórum af hluthöfum sjóðsins: Útgerðarfélagi Reykjavíkur, Birtu lífeyrissjóði, Almenna lífeyrissjóðnum og Lífeyrisþjónustu Íslandsbanka.

Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance annaðist umsjón hlutafjáraukningarinnar.

Hlutafjáraukningin tryggir fjármögnun næsta áfanga hjá Thor landeldi sem snýr að uppbyggingu 4.750 tonna áframeldis við Þorlákshöfn. Von er á fyrstu slátrun á laxi haustið 2027. Um er að ræða annan áfanga af fjórum, en félagið áformar uppbyggingu á 20.000 tonna landeldi á laxi. Fyrsta áfanga verkefnisins lýkur nú fyrir sumarið en hann er bygging á fullkominni seiðastöð sem annar seiðum fyrir allt að 20.000 tonna framleiðslu, ásamt viðamikilli undirbúningsvinnu í rannsóknum og leyfismálum fyrir verkefnið sem öll eru höfn.

Forsvarsmenn Thor landeldis eru þeir Jónatan Þórðarson, Þórður Þórðarson og Halldór Ragnar Gíslason, en auk þeirra starfa Vignir Stefánsson og Sigurður Örn Jakobsson hjá félaginu, sem allir hafa mikla reynslu á ýmsum sviðum fiskeldis. Einnig er mikil reynsla sem liggur að baki stjórnarmeðlima en stjórn félagsins skipa Jónas Engilbertsson, Alex Vassbotten, Birna Einarsdóttir, Carl-Erik Arnesen og Hermann Kristjánsson.

❮ til baka