9.5.2025

GreenFish lýkur sinni fyrstu fjármögnunarlotu

Nýsköpunar- og tæknifyrirtækið GreenFish hefur lokið sinni fyrstu fjármögnunarlotu. Félagið þróar gervigreindarlíkön sem eru þjálfuð á ofurtölvum með gervihnattagögnum til að veita félögum í sjávarútvegi tíu daga spá um staðsetningu fisks, ásamt mati á magni, gæðum og samsetningu afla fyrir öll heimsins höf.

Félagið hefur unnið til ýmissa verðlauna en þar má nefna íslensku sjávarútvegs verðlaunin í fyrra og nýsköpunarverðlaun sjávarafurða 2025 í Noregi. Auk þess hlaut félagið sjálfbærnisstyrk frá Landsbankanum, nýsköpunarstyrk frá Íslandsbanka og Vaxtarstyrk frá Tækniþróunarsjóði.

Fjármögnunin gerir félaginu kleift að styrkja þróun lausna GreenFish, auk sölu- og markaðsstarfs á erlendum mörkuðum.

Arctica Finance var ráðgjafi GreenFish í fjármögnunarferlinu

❮ til baka