Upplýsingar

Besta framkvæmd

Arctica Finance hefur sett sér reglur um framkvæmd viðskiptafyrirmæla (e. best execution). Reglunum er ætlað að tryggja að viðskiptavinir Arctica Finance hljóti bestu mögulegu niðurstöðu við framkvæmd viðskiptafyrirmæla þeirra og tilgreina þá markaði sem Arctica Finance framkvæmir viðskiptafyrirmæli viðskiptavina sinna á, enda óski viðskiptavinir ekki eftir sérstakri framkvæmd viðskiptafyrirmæla. 

Í reglunum eru jafnframt settar fram þær forsendur sem starfsmenn Arctica Finance byggja á við framkvæmd viðskiptafyrirmæla, m.a. verð, kostnað, hraða og aðra þætti sem máli skipta.

Reglur um framkvæmd viðskiptafyrirmæla

Viðskiptavinir þurfa að veita samþykki sitt fyrir því að viðskiptafyrirmæli sem tengjast fjármálagerningum sem skráðir eru á skipulegum verðbréfamarkaði eða markaðstorgi með fjármálagerninga (MTF) séu framkvæmd utan slíkra markaða. Ennfremur er Arctica Finance gert skylt að afla samþykkis viðskiptavina fyrir því að birta ekki opinberlega skilyrt viðskiptafyrirmæli sem hafa ekki verið framkvæmd að fullu. Er þetta í samræmi við gildandi markaðsframkvæmd og endurspegla reglur Arctica Finance um framkvæmd viðskiptafyrirmæla þetta.