Upplýsingar

Reglur og stefnur Arctica Finance

Arctica Finance leggur ríka áherslu á að allt starfsfólk á vegum félagsins búi yfir fullnægjandi færni, þekkingu og sérfræðikunnáttu til að inna af hendi þau verkefni sem þeim eru falin.

Reglur um hæfi lykilstarfsmanna

Arctica Finance hefur sett reglur á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki og leiðbeinandi tilmæla Fjármálaeftirlitsins nr. 3/2010, þar sem er skilgreint hverjir teljast til lykilstarfsmanna og hvaða kröfur Arctica Finance gerir til hæfis lykilstarfsmanna, en eðli máls samkvæmt eru gerðar strangari kröfur til þeirra en annarra starfsmanna.

Reglur um hæfi lykilstarfsmanna Arctica


Reglur um meðferð upplýsinga um viðskiptavini

Arctica Finance hefur í samræmi við ákvæði laga um fjármálafyrirtæki sett sér reglur um meðferð upplýsinga um viðskiptavini. Í þeim reglum er tiltekið hvernig staðið skuli að miðlun upplýsinga til innra eftirlits, eftirlitsstjórnvalda og lögreglu og hvernig eftirliti með framkvæmd reglnanna er háttað.

Reglur um meðferð upplýsinga um viðskiptavini

Reglur um verðbréfaviðskipti starfsmanna

Arctica Finance hefur í samræmi við ákvæði laga um fjármálafyrirtæki og laga um verðbréfaviðskipti, með vísan til reglugerðar um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sett sér reglur um verðbréfaviðskipti starfsmanna. Með reglunum er stefnt að því að koma í veg fyrir að viðskipti eigenda virkra eignarhluta, stjórnenda, starfsmanna og maka framangreindra aðila, með fjármálagerninga, rekist á við hagsmuni viðskiptavina félagsins.

Reglur um verðbréfaviðskipti starfsmanna

Persónuverndarstefna

Arctica Finance hefur sett sér persónuverndarstefnu í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018.

Persónuverndarstefna Arctica Finance