FATCA
FATCA (e. Foreign Account Tax Compliance Act) eru bandarísk lög sem er ætlað að koma í veg fyrir skattaundanskot bandarískra skattgreiðenda. Íslensk fjármálafyrirtæki þurfa að bregðast við FATCA með því að halda til haga upplýsingum um eignir sem bandarískir skattgreiðendur, einstaklingar og lögaðilar, eiga hjá fjármálafyrirtækjum á Íslandi. Þannig ber Arctica Finance að kanna hvort viðskiptavinir félagsins séu með bandarísk einkenni og eftir atvikum kalla eftir frekari upplýsingum á grundvelli FATCA.
Með bandarískum einkennum er átt við eftirfarandi:
- Bandarískur ríkisborgararéttur, einnig hjá þeim sem eru með tvöfaldan ríkisborgararétt.
- Föst búseta í Bandaríkjunum.
- Dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum (græna kortið).
- Skráð heimilisfang í Bandaríkjunum, þ. á m. skráð pósthólf.
- Regluleg fyrirmæli um greiðslur til Bandaríkjanna.
- Prókúruhafi á reikningi viðkomandi er með heimilisfang í Bandaríkjunum.
- Viðskiptavinur fær tekjur frá Bandaríkjunum sem hann hyggst nota í viðskiptum sínum.