Fréttir

Arctica Finance ráðgjafi Oculis í USD 100 milljóna hlutafjárútboði

14. febrúar 2025

Í dag, föstudaginn 14. febrúar 2025 tilkynnti Oculis Holding AG („félagið“ eða „Oculis“) að félagið hefði lokið hlutafjárútboði að andvirði um 14,1 milljarða íslenskra króna (100 milljónir Bandaríkjadala). Umframeftirspurn var í útboðinu, bæði frá erlendum og íslenskum fjárfestum.

Oculis hyggst nota afrakstur útboðsins til að þróa og hraða klínískri þróunarvinnu, einkum þróun á taugaverndandi lyfinu Privosegtor (OCS-05), en einnig sem veltufé og í almennum rekstrarlegum tilgangi.

Arctica Finance var ráðgjafi Oculis í hlutafjáraukningunni og hafði umsjón með sölu hlutabréfa til íslenskra fjárfesta. Aðrir ráðgjafar í útboðinu voru BofA Securities, Leerink Partners og Pareto Securities.