Eignastýring

Virk eignastýring

Eignastýring Arctica Finance býður upp á sérhæfða og virka eignastýringarþjónustu fyrir fagfjárfesta á borð við lífeyrissjóði, sveitarfélög, félagasamtök og aðra stofnanafjárfesta, sem og einstaklinga.

Eignastýring Arctica Finance fylgist daglega með upplýsingum um efnahagsaðstæður og fjármálamarkaði og gerð er ítarleg greiningarvinna á þróun lykilstærða. Í takt við breytingar á lykilstærðum og á markaðaðsaðstæðum eru gerðar eignabreytingar á söfnum og þegar góð tækifæri bjóðast. Sérfræðingar Eignastýringar eru óháðir í greiningum og mati á fjárfestingakostum og hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af fjármálamörkuðum.

Þjónusta sniðin að þörfum viðskiptavina

Viðskiptavinum stendur til boða sérhæfð og virk stýring á safni sem hentar fjárfestingamarkmiði og umfangi eignasafnsins. Í upphafi eru tilgreindar fjárfestingarheimildir eignasafnsins, en í grunninn snúast fjárfestingarstefnur Eignastýringar Arctica Finance um:

  • Stýring á lausafjársafni – skráð skuldabréf og víxlar með stuttan líftíma
  • Stýring á ríkisskuldabréfum og/eða öðrum skráðum skuldabréfum
  • Stýring á blönduðu safni skráðra hlutabréfa og skuldabréfa
  • Stýring á sérhæfðum eignum s.s. lánasamningum og/eða óskráðum skulda- og hlutabréfum
Við val á fjárfestingastefnu þarf að taka tillit til markmiðs með fjárfestingunni, ávöxtunarvæntinga, áhættuþols, fjárfestingatíma og fleiri þátta. Eignastýring Arctica Finance aðstoðar við val á hentugri fjárfestingastefnu að teknu tilliti til allra þátta.

Mikil þekking starfsmanna

Starfsmenn Arctica Finance hafa áralanga reynslu á fjármálamarkaði og búa yfir mikilli þekkingu og reynslu í eignastýringu fyrir fagfjárfesta og aðra stofnanafjárfesta.

Óháð og hlutlaus eignastýring og ráðgjöf

Arctica Finance rekur ekki verðbréfasjóði og stundar ekki bankastarfsemi. Starfsmenn Eignastýringar Arctica Finance eru því óháðir í greiningu, mati og vali á fjárfestingum sem skilar sér í faglegri þjónustu viðskiptavinum til hagsbóta.

Fáðu nánari upplýsingar um Eignastýringu Arctica Finance með því að hafa samband við starfsmann Eignastýringar í síma 513 33 00 eða senda póst á eignastyring[hja]arctica.is