Eignastýring

Virk eignastýring

Virk eignastýring er þjónusta fyrir einstaklinga þar sem sérfræðingar Arctica Finance stýra eignum samkvæmt fyrirfram ákveðinni fjárfestingastefnu.

Sérfræðingar Arctica Finance fylgjast daglega með fjármálamörkuðunum og gera eignabreytingar í takt við breytingar á markaðaðsaðstæðum og þegar góð tækifæri bjóðast. Sérfræðingar Arctica Finance eru óháðir í greiningum og mati á fjárfestingakostum og hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af fjármálamörkuðum.

Fjölbreyttar ávöxtunarleiðir

Viðskiptavinum býðst að velja ávöxtunarleiðir sem henta þeirra markmiði um ávöxtun og áhættuþol.

Leiðir í stýringu

Viðskiptavinir sem kjósa virka eignastýringu velja ákveðna fjárfestingastefnu sem tilgreinir fyrirfram fjárfestingaheimildir sjóðstjóra Arctica Finance.

Við val á fjárfestingastefnu þarf að taka tillit markmiðs með fjárfestingunni, ávöxtunarvæntinga, áhættuþols, fjárfestingatíma og fleiri þátta. Viðskiptastjóri Arctica Finance aðstoðar við val á hentugri fjárfestingastefnu að teknu tilliti til allra þátta.

Skuldabréfasafnið

Skuldabréfasafnið fjárfestir ríkisskuldabréfum, innlánum og skammtímabréfum og öðrum skuldabréfum. Markmið safnsins er langtíma hækkun eigna með samvali verðtryggðra og óverðtryggðra bréfa og stýringu á binditíma skuldabréfa eignasafnsins.

Stefna 100/0 – Skuldabréfasafnið

  • Hentar þeim sem vilja taka litla áhættu.
  • Litlar sveiflur í ávöxtun eignasafns.

Blönduð söfn

Í blönduðum söfnum er leitast við að ná hærri ávöxtun en í skuldabréfasafninu með því að fjárfesta einnig í hlutabréfum.

Fjárfest er í ríkisskuldabréfum, skammtímabréfum, öðrum skuldabréfum og hlutabréfum. 

Stefna 90/10          Stefna 80/20

  • Hentar þeim sem vilja ná hærri ávöxtun en í skuldabréfum til lengri tíma.
  • Miðlungs miklar sveiflur í verðmæti og ávöxtun eignasafns. 

Stefna 70/30          Stefna 60/40

  • Hentar þeim sem vilja taka heldur meiri áhættu í von um hærri ávöxtun.
  • Sveiflur í verðmæti og ávöxtun geta verið talsvert miklar. 

Stefna 50/50          Stefna 40/60

  • Hentar þeim sem vilja taka töluvert mikla áhættu í von um háa ávöxtun til lengri tíma litið.
  • Sveiflur í verðmæti og ávöxtun geta verið miklar. 

Hlutabréfasafnið

Hlutabréfasafnið fjárfestir í skráðum innlendum hlutabréfum, en hefur einnig heimild til þess að fjárfesta í sjóðum sem fjárfesta skv. lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingasjóði og fagfjárfestasjóði nr. 128/2011.

Heimilt er að minnka vægi hlutabréfa niður í 50% af safninu og auka vægi innlána og skammtímabréfa á móti.

Stefna 0/100 – Hlutabréfasafnið

  • Hentar þeim sem vilja taka mjög mikla áhættu í von um háa ávöxtun til lengri tíma litið.
  • Sveiflur í ávöxtun geta verið mjög miklar og getur verðmæti eignasafnsins lækkað verulega. 

Fáðu nánari upplýsingar um söfn í Virkri eignastýringu með því að hafa samband við starfsmann Eignastýringar í síma 513 33 11 eða senda póst á eignastyring[hja]arctica.is