Viðburðaríkt ár Eignastýringar Arctica Finance
Eignastýring Arctica Finance tók til starfa í byrjun síðasta árs og fljótlega stofnaði Arctica Finance A/F Rekstraraðila ehf sem var skráð hjá Fjármálaeftirlitinu. Árið 2021 var viðburðaríkt og er verið að slíta barnsskónum hratt, en eignir í stýringu námu samtals um 16,5 milljörðum króna í árslok. Samstarf milli Eignastýringar og A/F Rekstraraðila felst í útvistun á stýringu og markaðssetningu sjóða í rekstri. Þrír sjóðir voru stofnaðir á árinu og verið er að vinna að stofnun þess fjórða. Þá stýrir Eignastýringin jafnframt eignastýringarsöfnum sem fjárfesta í skráðum fjármálagerningum fyrir hönd viðskiptavina.
Í desember sótti A/F Rekstraraðili um starfsleyfi hjá Fjármálaeftirlitinu og er þess vænst að það fáist á næstu mánuðum. Sjá má nánari upplýsingar um A/F Rekstraraðila á heimasíðunni hér: A/F Rekstraraðili | Arctica Finance
Allar nánari upplýsingar veitir Valdimar Ármann forstöðumaður Eignastýringar og Friðrik Magnússon framkvæmdastjóri A/F Rekstraraðila.