Eignastýring

Útgefið efni

Greinar og ýmis fróðleikur eftir starfsmenn Eignastýringar Arctica Finance. Meðal efnis er umfjöllun um efnahagsmál, fjármál, umhverfismál og fleira.

Viðburðaríkt ár Eignastýringar Arctica Finance

5. janúar 2022

Eignastýring Arctica Finance tók til starfa í byrjun síðasta árs og fljótlega stofnaði Arctica Finance A/F Rekstraraðila ehf sem var skráð hjá Fjármálaeftirlitinu. Árið 2021 var viðburðaríkt og er verið að slíta barnsskónum hratt, en eignir í stýringu námu samtals um 16,5 milljörðum króna í árslok. Samstarf milli Eignastýringar og A/F Rekstraraðila felst í útvistun á stýringu og markaðssetningu sjóða í rekstri.  Þrír sjóðir voru stofnaðir á árinu og verið er að vinna að stofnun þess fjórða. Þá stýrir Eignastýringin jafnframt eignastýringarsöfnum sem fjárfesta í skráðum fjármálagerningum fyrir hönd viðskiptavina.

Í desember sótti A/F Rekstraraðili um starfsleyfi hjá Fjármálaeftirlitinu og er þess vænst að það fáist á næstu mánuðum. Sjá má nánari upplýsingar um A/F Rekstraraðila á heimasíðunni hér: A/F Rekstraraðili | Arctica Finance 

Allar nánari upplýsingar veitir Valdimar Ármann forstöðumaður Eignastýringar og Friðrik Magnússon framkvæmdastjóri A/F Rekstraraðila.