Við lifum á sögulegum tímum á mörkuðum
Viðtal við Valdimar Ármann, forstöðumann Eignastýringar Arctica Finance í hlaðvarpinu Fjármálakastið hjá Magdalenu Torfadóttur þann 6. október 2022.
Rætt var við Valdimar Ármann forstöðumann Eignastýringar Arctica Finance í Fjármálakastinu, sem er hlaðvarp fyrir áhugafólk um fjármál, hagfræði og efnahagsmál. Nálgast má þáttinn á podcast.is og m.a. inn á Spotify; linkur hér: Þáttur 28 - Valdimar Ármann: „Við lifum á sögulegum tímum á mörkuðum.“ - Fjármálakastið | Hlaðvarp á Spotify.
Miklar hreyfingar eru á fjármálamörkuðum hér heima og erlendis og af mörgu að taka en m.a. var rætt um ástandið í Bretlandi og inngrip Seðlabankans þar í skuldabréfamarkaðinn, fjárhagsvanda Credit Suisse og mögulegar afleiðingar þess, hækkun ávöxtunarkröfu erlendis og áhrifin á aðra markaði m.a. hvernig inngrip Seðlabanka Japans á gjaldeyrismarkaði er mögulega að hafa áhrif á ávöxtunarkröfu íslenskra skuldabréfa. Þá var rætt um stýrivextina og horfur á mörkuðum hér heima og erlendis.