Eignastýring

Útgefið efni

Greinar og ýmis fróðleikur eftir starfsmenn Eignastýringar Arctica Finance. Meðal efnis er umfjöllun um efnahagsmál, fjármál, umhverfismál og fleira.

  • Vanesa Hoti
    Vanesa Hoti

Nýr starfsmaður Eignastýringar Arctica Finance

14. september 2021

Eignastýring Arctica Finance hefur ráðið til starfa Vanesu Hoti sem hóf störf í byrjun sumars. Hún sér um miðvinnslu eignastýringar og vinnur að greiningu fjárfestingarkosta. Einnig mun hún sjá um umgjörð sviðsins um samfélagslega ábyrgar fjárfestingarákvarðanir en UFS er orðið hluti af greiningarvinnu og ákvarðanatöku við fjárfestinga- og lánaákvarðanir. Hún er með BSc í Viðskiptafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á fjármál.

Eignastýring Arctica Finance og A/F Rekstraraðili eru með ISK 15 ma af eignum í stýringu í sérhæfðum sjóðum og eignastýringarsöfnum og vinna að stofnun tveggja nýrra sérhæfðra sjóða.