Eignastýring

Útgefið efni

Greinar og ýmis fróðleikur eftir starfsmenn Eignastýringar Arctica Finance. Meðal efnis er umfjöllun um efnahagsmál, fjármál, umhverfismál og fleira.

  • Valdimar Ármann

Erum að lenda í lægra vaxtastigi en áður

22. nóvember 2021

Viðtal við Valdimar Ármann, forstöðumann Eignastýringar Arctica Finance, birtist í Markaðnum Fréttablaðinu þann 18. nóvember 2021.

Forstöðumaður hjá Arctica Finance segir að það vaxtahækkunarferli sem við erum í núna leiðitil þess að við erum að lenda í lægra jafnvægisvaxtastigi en hefur áður verið á Íslandi.

Valdimar Ármann, forstöðumaður eignastýringar hjá Arctica Finance, segir að vaxtahækkunSeðlabankans í gærmorgun hafi ekki komið sér á óvart. Peninga­stefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í gær um 0,5 prósentu stýrivaxta­hækkun og standa þeir nú í 2 prósentum. Stýrivextirvoru lægstir í nóvember 2020 í 0,75 prósentum.

„Vaxtahækkunin sjálf kemur ekki á óvart því eins og nú þegar verðbólgan er verulega yfirmarkmiði, samhliða auknum hagvexti og umsvifum í hagkerfinu, þá getur Seðlabankinn ekkiverið með vextina í sögulegu lágmarki mikið lengur og er í ferli að færa þá upp í jafnvægis­vaxtastig. Vaxtahækkunar­ferlið hefur verið ljóst frá því í byrjun sumars og kemurekki á óvart,“ segir hann og bætir við að frekari hækkanir séu í kortunum.

„Það er kannski stóra fréttin í þessu vaxtahækkunarferli sem við erum í núna að við erum aðlenda í jafnvægisvaxtastigi sem er mun lægra en jafnvægis­vaxtastig á Íslandi hefur verið áður.Eins undarlegt og það kann að hljóma að þó við séum í vaxtahækkunarferli þá er hagkerfið aðfara í gegnum vaxtalækkun á sama tíma.“

Í gærmorgun voru Peningamál gefin út en í þeim kom fram að bjartari hagvaxtarhorfur séu nærí tíma en áður var talið og verðbólgan hærri og þrálátari.„Bjartari hagvaxtar­horfur helgast aftvennu. Annars vegar af kröftugri einkaneyslu og góðum vexti í utanríkisviðskipum þ.e. að svovirðist sem ferðamennirnir séu að skila sér hratt til baka og góðar horfur í sjávarútvegi eru framundan.“