Starfsmenn
Arctica Finance leggur mikið upp úr persónulegri þjónustu. Hver viðskiptavinur hefur sinn eigin viðskiptastjóra sem býr yfir margra ára reynslu af fjármálamörkuðum. Viðskiptastjórinn hefur umsjón með eignasafninu og sér um öll samskipti og fundi. Viðskiptavinir hafa einnig beinan og greiðan aðgang að honum með síma og tölvupósti og geta fengið ráðgjöf þegar þeim hentar.
