Eignastýring

Fjárfestingaráðgjöf

Fjárfestingaráðgjöf er sérsniðin þjónusta fyrir efnameiri einstaklinga og fagfjárfesta sem vilja ráðgjöf um fjárfestingar en taka ákvörðun um viðskipti sjálfir. 

Hún felur í sér aðgengi að sérfræðiþekkingu starfsmanna Arctica Finance og tengslum við markaðina. Viðskiptavinir hafa daglegan aðgang að viðskiptastjóra sem veitir ráðgjöf og kynnir mögulega fjárfestingakosti sem henta settu fjárfestingamarkmiði.

Óháð og hlutlaus ráðgjöf

Arctica Finance rekur ekki verðbréfasjóði og stundar ekki útlánastarfssemi. Sérfræðingar Arctica Finance eru því óháðir í greiningu, mati og vali á fjárfestingum sem skilar sér í faglegri þjónustu viðskiptavinum til hagsbóta.

Margvíslegir fjárfestingamöguleikar

Ráðgjöf Arctica Finance getur tengst margvíslegum fjárfestingakostum, svo sem ávöxtun til skemmri tíma, fjárfestingum í skráðum og óskráðum verðbréfum, verðbréfa- og fjárfestingasjóðum og fasteignum.