Eignastýring

Eignastýring fyrir fagfjárfesta

Arctica Finance býður upp á eignastýringarþjónustu fyrir fagfjárfesta á borð við lífeyrissjóði, bæjar- og sveitarfélög, félagasamtök og aðra stofnanafjárfesta.

Þjónusta sniðin að þörfum viðskiptavina

Viðskiptavinum í þjónustunni standa til boða þau söfn sem í boði eru í Virkri eignastýringu, en einnig er boðið upp á fjárfestingastefnu sem hentar betur fjárfestingamarkmiði og umfangi eignasafnsins.

Mikil þekking starfsmanna

Starfsmenn Arctica Finance hafa áralanga reynslu á fjármálamarkaði og búa yfir mikilli þekkingu og reynslu í eignastýringu fyrir fagfjárfesta og aðra stofnana­fjárfesta.

Óháð og hlutlaus eignastýring og ráðgjöf

Arctica Finance rekur ekki verðbréfasjóði og stundar ekki útlánastarfssemi. Starfsmenn í Eignastýringu Arctica Finance eru því óháðir í greiningu, mati og vali á fjárfestingum sem skilar sér í faglegri þjónustu viðskiptavinum til hagsbóta.