Eignastýring

Eignastýring

Arctica Finance býður uppá óháða og persónulega fjármálaþjónustu fyrir efnameiri einstaklinga og fagfjárfesta. Við leggjum áherslu á gott langtíma samband sem byggir á trausti, trúnaði og heilindum. Starfsmenn eignastýringar eru sérfræðingar sem hafa áralanga reynslu að baki við greiningu, eignastýringu og ráðgjöf hjá innlendum fjármálafyrirtækum.

Persónuleg þjónusta og óháð ráðgjöf

Í samvinnu við viðskiptavini okkar greinum við fjárhagslega stöðu og þarfir þeirra og gerum tillögu að eignauppbyggingu og finnum raunhæfar lausnir. Viðskiptavinir velja á milli þess að vera í fjárfestingaráðgjöf eða í virkri eignastýringu.

Eigin viðskiptastjóri

Arctica Finance leggur mikið upp úr persónulegri þjónustu. Hver viðskiptavinur hefur sinn eigin viðskiptastjóra sem býr yfir margra ára reynslu af fjármálamörkuðum. Viðskiptastjórinn hefur umsjón með eignasafninu og sér um öll samskipti og fundi. Viðskiptavinir hafa einnig beinan og greiðan aðgang að honum með síma og tölvupósti og geta fengið ráðgjöf þegar þeim hentar.

Óháð og hlutlaus eignastýring og ráðgjöf

Arctica Finance rekur ekki verðbréfasjóði og stundar ekki útlánastarfssemi. Sérfræðingar Arctica Finance eru því óháðir í greiningu, mati og vali á fjárfestingum sem skilar sér í faglegri þjónustu viðskiptavinum til hagsbóta.


Trúnaður

Strangar reglur gilda um fjármálafyrirtæki og starfsmenn þeirra og ríkar skyldur eru lagðar á þá. Starfsmenn Arctica Finance eru bundnir trúnaði um fjárhagsstöðu viðskiptavina.


Helstu kostir og ávinningur

  • Óháð og sjálfstæð greining fjárfestingakosta.
  • Trúnaður og heilindi.
  • Persónuleg þjónusta með eigin viðskiptastjóra.
  • Reglulegir fundir og samskipti.
  • Áralöng reynsla starfsmanna af fjármálamörkuðum.