A/F Rekstraraðili

Nýir viðskiptavinir

Rekstraraðilum sérhæfðra sjóða, líkt og fjármálafyrirtækjum, ber samkvæmt lögum og reglugerðum að framkvæma áreiðanleikakönnun vegna peningaþvættis á fjárfestum.

Í framangreindu skyni hefur A/F Rekstraraðili útbúið eyðublað sem auðveldar fjárfestum að veita tilskyldar upplýsingar. Starfsmenn Arctica Finance og A/F Rekstraraðila veita upplýsingar vegna þessara eyðublaða og fylgigagna.

Meðal gagna þeirra sem afhenda ber eru síðasti ársreikningur, staðfest ljósrit af persónuskilríkjum (eða rafræn skilríki) framkvæmdastjóra og prókúruhafa, sem og af raunverulegum eigendum í skilningi laga.

Til að eiga viðskipti með sjóði A/F Rekstraraðila eða fá frekari upplýsingar skal senda tölvupóst á sjóðstjóra sjóðanna eða afrekstraradili@afrekstraradili.is