
Valdimar hefur umfangsmikla reynslu af fjármálamörkuðum og hóf störf árið 1999 hjá Búnaðarbankanum Verðbréf og starfaði hjá ABN AMRO Bank árin 2003-2009, fyrst í London í verðbólgutengdum afurðum en síðan í New York sem forstöðumaður verðbólgutengdra afurða í Bandaríkjunum. Valdimar starfaði síðan hjá GAMMA Capital Management frá árinu 2009 fyrst sem sjóðsstjóri og framkvæmdastjóri sjóða og síðar 2017-2019 sem forstjóri félagsins. Valdimar er hagfræðingur frá Háskóla Íslands, með MSc gráðu í fjármálaverkfræði frá ICMA Centre, University of Reading í Bretlandi og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hann hefur ritað fjölda greina og tekið þátt í skýrslugerð og ráðstefnum ásamt því að hafa verið aðjúnkt í Háskóla Íslands 2014-2018 og kenndi þar námskeiðið Skuldabréf í Mastersnámi.