A/F Rekstraraðili

 Sjóðurinn A/F HEIM slhf. fjárfestir í skráðum skuldabréfum sem upphaflega voru útgefin af Heimavöllum hf. gegn greiðslu með skráðum skuldabréfum útgefnum af sjóðnum, sem eru með veði í fasteignatryggðum seljendalánum til Heimstaden ehf.

 Hver flokkur skráðu skuldabréfanna endurspeglar hvern og einn af skuldabréfaflokkunum HEIMA071225, HEIMA071248 og HEIMA100646. Jafnframt veitir Heimstaden AB ábyrgð fyrir greiðslu skuldabréfanna.

Sjóðurinn er fyrir fagfjárfesta og er lokaður, þ.e. ekki opinn fyrir fjárfestum.