Upplýsingar

FATCA & CRS

Arctica Finance er skylt á grundvelli tekjuskattslaga að veita ríkisskattstjóra margvíslegar upplýsingar, þ.m.t. að standa árlega skil á upplýsingum um tekjur og eignir bandarískra skattaðila með vísan til bandarískra skattalaga (e. US Foreign Accounts Tax Compliance Act – FATCA), sem og að veita upplýsingar um aðra erlenda skattaðila á grundvelli CRS staðals um upplýsingaskipti á fjárhagsupplýsingum (e. Common Reporting Standard). 

Í þessum tilvikum er Arctica skylt að óska eftir og fá afhentar upplýsingar frá þeim viðskiptavinum sínum, svo sem hvort að viðskiptavinur hafi svokölluð bandarísk einkenni, hvert sé skattaauðkenni hans (TIN – Tax Identification Number) o.s.frv.

Upplýsingabæklingur Samtaka fjármálafyrirtækja um FATCA