Um Arctica

Fréttir

Fyrirsagnalisti

17. janúar 2018 : Jón Þór Sigurvinsson ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Arctica Finance

Jón Þór Sigurvinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Arctica Finance. Hann tekur við starfinu af Stefáni Þór Bjarnasyni sem hefur frá stofnun félagsins sinnt stöðu framkvæmdastjóra félagsins samhliða því að veita Fyrirtækjaráðgjöfinni forstöðu. 

6. desember 2017 : TFII kaupir meirihluta í Hreinsitækni

TFII, nýstofnaður framtaksskjóður í rekstri Íslenskra Verðbréfa, hefur keypt meirihluta hlutafjár í Hreinsitækni ehf.

6. nóvember 2017 : FlyOver Iceland fjármögnun

Viad Corp, skráð alþjóðlegt afþreyingarfyrirtæki, hefur keypt meirihluta hlutafjár í Esju Attractions sem sér um verkefnið FlyOver Iceland. 

5. október 2017 : Arctica Finance höfðar ógildingarmál vegna ákvörðunar FME

Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur tekið þá ákvörðun að Arctica Finance hf. (Arctica) skuli greiða stjórnvaldssekt, þar sem að FME telur að Arctica hafi brotið ákvæði laga um fjármálafyrirtæki og reglur FME um kaupaukakerfi. Arctica Finance höfðar ógildingarmál vegna ákvörðunar FME.

18. júlí 2017 : Alopex Gold skráð á hlutabréfamarkað í Kanada

Fyr­ir­tækið Al­opex Gold, sem hef­ur fjár­fest í gull- og sink­nám­um á Græn­landi, hefur verið skráð á hluta­bréfa­markað í kaup­höll­inni í Toronto.

27. apríl 2017 : Hagar hf. kaupa allt hlutafé í Olíuverzlun Íslands hf. og DGV ehf.

Hagar hf. kaupa allt hlutafé í Olíuverzlun Íslands hf. og DGV ehf. Hagar hf. hafa undirritað samning um kaup á öllu hlutafé Olíuverzlunar Íslands hf. (Olís) og fasteignafélagsins DGV ehf. Ráðgjafi Haga í viðskiptunum var Arctica Finance.