Fréttir

Alopex Gold skráð á hlutabréfamarkað í Kanada

18. júlí 2017

Fyr­ir­tækið Al­opex Gold, sem hef­ur fjár­fest í gull- og sink­nám­um á Græn­landi, hefur verið skráð á hluta­bréfa­markað í kaup­höll­inni í Toronto. Fyrirtækið mun hefjast handa við að bora eft­ir gulli á Græn­landi í ág­úst komandi. Gull­nám­an nefn­ist Nalun­aq og er í Kir­kesp­ir­da­len á Suður-Græn­landi. Fyr­ir­tækið er að stór­um hluta í eigu Íslend­inga. 

Arctica Finance og kanadísku fyrirtækin Paradigm Capital og Canacord Genuity aðstoðuðu við öflun nýs hlutafjár og skráningu á markað.